Stóri plokkdagurinn 2023 í Gróttu og nágrenni

fimmtudagur, 4. maí 2023

Gunnar Guðmundsson, forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness

Í tilefni af Stóra-Plokkdeginu stóðu klúbbfélagar, vinir og vandamenn að hreinsun Gróttu sunnudaginn 30.apríl, síðasta dag fyrir lokun eyjunnar. Tókst það með ágætum, enda viðraði vel. Ágætis þátttaka var, en þátttakendur komu flestir við í Albertsbúð þar sem á borðum var kaffi og meðlæti. Rótarýhreyfingin var aðili að þessu hreinsunarátaki. Á síðunni má sjá nokkrar myndir frá þessum degi.

Agnar, Guðrún, Gunnar og barnabarn Guðrúnar í Gróttu á stóra plokkdeginum 2023.

Margt smátt og stórt

Lítið var af rusli í Gróttu.   Þó fundust meðal annars leyfar af þessari netadræsu sem skorin var úr grjótgarðinum með því eggvopni sem var næst, brauðhníf :-)

Að vanda var logn á nesinu góða  :-)    Lítið rusl var í Gróttu, en þeim mun meira af rusli var við bílastæðið á Snoppu, þar sem allar ruslaföturnar eru.

Dæmalaust gott veður

Albertsbúð.

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Gróttu, plokkaði og fékk sér kaffi og bakkelsi í Albertsbúð.