Hallohamingja.is

þriðjudagur, 9. september 2025

Björn Viggósson

Halló hamingja

Fjölbreyttir leikir sem ætlaðir eru börnum á öllum aldri. Hjálpartæki í baráttu gegn þunglyndi og kvíða barna og ungmenna. Mikilvægt er að foreldrar, umsjónarfólk og fagfólk hjálpi til við val á leikjum, útskýri þá og leiki með. Hugmyndafræði leikjanna byggist á rannsóknum og reynslu af núvitund, jákvæðri sálfræði og kennslufræði. 

 

Prófaðu: www.hallohamingja.is

 

Stuðningsaðilar:

Rótarý á Íslandi: www.rotary.is

Rótarýklúbbur Reykjavíkur – Grafarvogi: https://rvkgrafarvogur.rotary1360.is/is/

Lýðheilsusetrið Ljósbrot: https://gedhjalp.is/urraedi/lydheilsusetrid-ljosbrot/

Umsjónarmenn Hallo hamingju:

Elísabet Gísladóttir útfærði verkefnin og leikina. Hún er félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur - Grafarvogi sem stutt hefur verkefnið frá upphafi.

Elísabet hefur starfað í fjölda ára með fólki á öllum aldri til að efla vellíðan og velferð. Hún hefur haldið fjölda námskeiða um hugræktaraðferðir og lífsleikni. Er með viðurkenningu Virk starfsendurhæfingar fyrir PEPP UPP námskeið sem hún hannaði fyrir ungt fólk sem var að stíga sín fyrstu skref eftir þrot, alvarlega sjúkdóma eða slys.

Elísabet starfar nú sem djákni á hjúkrunarheimilunum Sóltúni og Sólvangi. Þar sinnir hún sálgæslu fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk.

Elísabet er menntaður lýðheilsufræðingur MPH, djákni með diplómur á meistarastigi í sálgæslu, fötlunarfræðum og er með kennsluréttindi í framhaldsskólum auk þess að vera iðnrekstrarfræðingur með áherslu á stjórnun/mannauðs-, fjár- og markaðsmál.

Aníta Bjartmarsdóttir teiknari gerði flestar myndirnar. Hún hefur teiknað og málað frá barnæsku, stundaði nám á listabraut Borgarholtsskóla og hefur sótt fjölda námskeiða í listsköpun, teikningu og málun.

Þú getur hjálpað

Láttu kennara, foreldra og samferðafólk þitt vita af þessu góða hjálpartæki. Það eykur velvild, vellíðan og kallar fram bros. Það er okkar markmið. Taktu þátt.

www.hallohamingja.is